Fótbolti

Bendtner talinn hafa kjálkabrotið leigubílsstjóra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nicklas Bendtner kom til Íslands í sumar þegar lið hans Rosenborg mætti Val í forkeppni Meistaradeildar Evrópu
Nicklas Bendtner kom til Íslands í sumar þegar lið hans Rosenborg mætti Val í forkeppni Meistaradeildar Evrópu Vísir/bára
Daninn Nicklas Bendtner var tilkynntur til lögreglu fyrir árás á leigubílsstjóra. Leigubílsstjórinn kjálkabrotnaði eftir átök í nótt.

Samkvæmt heimildum Sky Sports var Bendtner handtekinn en ekki ákærður, en af því fara mismunandi sögur.

Í tilkynningu frá leigubílafyrirtækinu Dantaxa segir að bílstjórinn hafi þurft að fara í aðgerð á kjálka eftir árásina.

Lögreglan í Kaupmannahöfn vildi ekki tjá sig um málið.

Bendtner var ekki valinn í danska landsliðshópinn sem sigraði Wales í Árósum í kvöld og fékk heldur ekki sæti í HM hóp Dana. Hann á 81 A-landsleik fyrir Dani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×