Fótbolti

Bendtner talinn hafa kjálkabrotið leigubílsstjóra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nicklas Bendtner kom til Íslands í sumar þegar lið hans Rosenborg mætti Val í forkeppni Meistaradeildar Evrópu
Nicklas Bendtner kom til Íslands í sumar þegar lið hans Rosenborg mætti Val í forkeppni Meistaradeildar Evrópu Vísir/bára

Daninn Nicklas Bendtner var tilkynntur til lögreglu fyrir árás á leigubílsstjóra. Leigubílsstjórinn kjálkabrotnaði eftir átök í nótt.

Samkvæmt heimildum Sky Sports var Bendtner handtekinn en ekki ákærður, en af því fara mismunandi sögur.

Í tilkynningu frá leigubílafyrirtækinu Dantaxa segir að bílstjórinn hafi þurft að fara í aðgerð á kjálka eftir árásina.

Lögreglan í Kaupmannahöfn vildi ekki tjá sig um málið.

Bendtner var ekki valinn í danska landsliðshópinn sem sigraði Wales í Árósum í kvöld og fékk heldur ekki sæti í HM hóp Dana. Hann á 81 A-landsleik fyrir Dani.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.