Erlent

Skar á bremsurnar í bíl kærustunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tammy Fox lést í bílslysinu.
Tammy Fox lést í bílslysinu. facebook
Karlmaður í Pennsylvaníu-ríki hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann viðurkennir að hafa skorið bút úr bremsubúnaðnum í bifreið kærustu sinnar og notað hann til að útbúa tól til fíkniefnaneyslu.

Konan, hin 38 ára gamla Tammy Fox, lést eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum sem hafnaði utan vegar áður en hún ók svo á tré og kyrrstæða bifreið. Réttað verður yfir kærasta hennar, John Jenkins, í næsta mánuði. Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiða um málið.

Vitni segja að konan hafi líklega verið að keyra á um 80 kílómetra hraða þegar slysið varð. Skömmu áður hafi mátt sjá bremsuljós bílsins blikka óstjórnlega.

Fram kemur í dómsskjölum málsins að kærustuparið hafi verið saman kvöldið sem Fox lést. Kærastinn á jafnframt að hafa viðurkennt að hann hafi átt við bremsurnar í bifreið hennar. Hann hafi viljað búa sér til pípu til að geta reykt vímuefnið krakk, en ekki nennt út í búð. Því hafi hann tekið hluta úr bremsubúnaði bílsins og notað hann til að reykja fíkniefnið.

Fox skilur eftir sig 5 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×