Erlent

Bretar íhuga að banna sölu orkudrykkja til barna

Kjartan Kjartansson skrifar
Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við offitu barna, svefnleysi, tannskemmdir og höfuðverki. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.
Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við offitu barna, svefnleysi, tannskemmdir og höfuðverki. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni. Vísir/Getty
Forsætisráðherra Bretlands segir að banna ætti að selja orkudrykki til barna undir átján ára aldri vegna skaðlegra áhrifa þeirra á heilsu barnanna. Ríkisstjórnin hefur óskað eftir umsögnum um áform sín um aldurstakmark á sölu drykkjanna.

Mikið magn sykurs og koffíns er að finna í orkudrykkjum. Þeir hafa verið tengdir við offitu barna og aðra sjúkdóma, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk börn eru á meðal áköfustu neytenda orkudrykkja í Evrópu.

Bannið myndi ná til drykkja sem innihalda 150 millígrömm af koffíni eða meira í lítra. Orkudrykkir innihalda oft um 80 millígrömm í 250 millílítra dós. Það er meira en tvöfalt koffínmagnið í 330 millílítra kókdósum. Bresk stjórnvöld hafa óskað eftir umsögnum um við hvaða aldur eigi að miða: sextán eða átján ára aldur.

„Offita barna  er eitt helsta heilsufarsvandamálið sem þetta land stendur frammi fyrir og þess vegna grípum við til áhrifaríkra aðgerða til þess að daraga úr magni sykurs sem ungt fólk neytir og hjálpa fjölskyldum að velja heilbrigðari kosti,“ segir Theresa May, forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×