Erlent

Árásarmaður stakk tvo menn á lestarstöð í Amsterdam

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregluborði við aðallestarstöðina í Amsterdam.
Lögregluborði við aðallestarstöðina í Amsterdam. Vísir/AP
Lögreglumenn skutu og særðu árásarmann sem stakk tvo menn á aðallestarstöðinni í Amsterdam í dag. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til.

Allir þrír voru fluttir á sjúkrahús en lögregla rannsakar nú árásina. Nokkrum lestarferðum var frestað vegna uppákomunnar og tveimur brautarpöllum var lokað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Um 250.000 manns fara um lestarstöðina á hverjum degi. AP-fréttastofan segir að föstudagar séu sérlega annasamir en þá bætist við fjöldi helgarferðamanna sem fara um stöðina frá Schiphol-flugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×