Arsenal náði í stigin þrjú í Wales eftir fjörugan leik

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Lacazette skoraði sigurmarkið í dag
Lacazette skoraði sigurmarkið í dag Getty
Arsenal heimsótti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr var bráðfjörugur leikur.



Leikurinn byrjaði frekar furðulega. Leikmenn beggja liða gerðu talsvert af mistökum í upphafi leiks, og var Petr Cech, markvörður Arsenal stálheppinn að fá ekki mark á sig vegna sinna eigin mistaka.



En það voru Arsenal sem komst yfir í leiknum en það gerði Shkodran Mustafi með góðum skalla eftir hornspyrnu Granit Xhaka.



Arsenal virtust ætla að fara með forystuna inn í hálfleikinn en Victor Camarasa var á öðru máli og jafnaði hann leikinn í viðbótartíma eftir mistök í vörn Arsenal.



Arsenal komst yfir öðru sinni eftir rúmlega klukkutíma leik eftir flotta spilamennsku hjá Özil, Lacazette og svo Aubameyang sem kláraði færið með góðu skoti.



En heimamenn ætluðu sér ekki að hætta og jöfnuðu þeir leikinn öðru sinni en það gerði Danny Ward með góðum skalla í stöngina og inn.



En það var Frakkinn Alexander Lacazette sem bjargaði Arsenal í dag, og skoraði hann þriðja mark Arsenal með þrumuskoti í markmannshornið.



Arsenal er því komið með tvo sigra í röð eftir tvö töp í fyrstu leikjum tímabilsins. Arsenal er komið í 9. sæti. Cardiff er hins vegar í 16. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira