Enski boltinn

Guardiola: Tímabilið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir landsleikjahléið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í slæma byrjun nágrannanna í Manchester United á blaðamannanfundi í dag.

Manchester City hefur náð í sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum en það dugar þó aðeins til að komast upp í fimmta sæti. Fjögur lið hafa unnið alla sína leiki eða Liverpool, Chelsea, Tottenham og Watford.





Nágrannarnir í Manchester United eru hins vegar aðeins í þrettánda sætinu og eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð.

„Það er nóg af stigum eftir,“ sagði Pep Guardiola aðspurður um byrjun Manchester United liðsins en hélt svo áfram:

„Manchester United er frábært fótboltalið, topplið. Við erum enn bara í ágúst og það eru lið fyrir ofan okkur. United er kannski þarna í töflunni núna en það er bara ágúst,“ sagði Guardiola.

„Tímabilið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir landsleikjahléið. Þá komum við inn í þennan þriggja daga fasa með endurheimt og meiðslum þar sem mikill tími fer líka í ferðlög og lítill tími er til að undirbúa liðið fyrir leiki. Þá byrjar tímabilið fyrir alvöru,“ sagði Guardiola. Sky Sports segir frá.

Manchester City spilar í Meistaradeildinni eða í deildabikarnum í miðri viku en úrvalsdeildarleiki um helgar.

Guardiola varði Jose Mourinho á blaðamannafundinum en Portúgalinn hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu enda hefur Manchester United ekki byrjað verr síðan 1992-93.

„Það er hluti af okkar starfi að sitja undir svona gagnrýni. Það hefur gerst hjá mér og því miður er það þannig að við höldum starfinu út á það að ná úrslitum,“ sagði Guardiola.

„Það sem er mikilvægt er að þekkja hæfileika og hæfileika knattspyrnustjórans. Ég trúi því að þegar þú ert kominn á þetta stig, í ensku úrvalsdeildinni, þá eru allir stjórar toppstjórar,“ sagði Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×