Enski boltinn

Sjáðu skemmtilega uppákomu á blaðamannafundi Unai Emery í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty
Unai Emery vann um síðustu helgi sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem knattspyrnustjóri Arsenal og Spánverjinn var í góðu skapi á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

Unai Emery var svo léttur á því að hann svaraði í símann þegar sími eins blaðamannsins hringdi á miðjum blaðamannafundinum.

„Halló, þetta er Unai Emery,“ var örugglega ekki það sem sá sem hringdi bjóst við að heyra.

Það má sjá þetta fyndna atvik hér fyrir neðan en Arsenal setti það inn á Twitter-síðu sína.





Arsenal benti blaðamannmönnum síðan á þá gullnu reglu að setja símann alltaf á flugvélastillingu þegar þeir eru á blaðamannafundi.

Arsenal-liðið mætir Cardiff City á útivelli á sunnudaginn.

Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Manchester City og Chelsea en vann síðan góðan sigur á West Ham um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×