Enski boltinn

Phil Neville með enska landsliðið á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville ásamt Toni Duggan, einum af markaskorurum gærkvöldsins.
Neville ásamt Toni Duggan, einum af markaskorurum gærkvöldsins.
Phil Neville og lærimeyjar hans í enska kvennalandsliðinu tryggðu sér í gærkvöldi sæti á HM í fótbolta sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Fyrir leikinn var ljóst að með sigri gegn Wales yrði England komið á HM en staðan í hálfleik var markalaus.

Mörk frá Toni Duggan, Jill Scott og Nikita Parris í síðari hálfleik sáu til þess að England vann leikinn 3-0 og er því komið á HM.

Liðið er á toppi riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki en Wales hefur spilað alla sína leiki, er í öðru sætinu með sautján stig.

Phil Neville tók við liðinu fyrir undankeppnina og það er ljóst að Neville er að gera góða hluti. Í dag kemur svo ljóst hvort að Ísland verður á HM ásamt Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×