Enski boltinn

„Pochettino einn besti stjórinn í heiminum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino ánægður með sigurinn á United fyrr í vikunni.
Pochettino ánægður með sigurinn á United fyrr í vikunni. vísir/getty
Javi Gracia, stjóri Watford, segir að Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sé sá einn besti stjórinn í heiminum um þessar mundir.

Watford og Tottenham mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun en Watford hafa byrjað af miklum krafti og unnið fyrstu þrjá leikina, rétt eins og Tottenham.

„Ég þekki hann frá Spáni því hann spilaði með Espanyol og ég spilaði á móti honum mörgu sinnum,” sagði Gracia á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ég þekki hann og þekki starfsliðið hans einnig. Á þessum tímapunkti er hann einn af bestu stjórunum, ekki bara á Englandi, heldur í heiminum öllum.”

„Ég held að þetta verði góð áskorun fyrir okkur og fyrir mig einnig. Allir leikir eru mikilvægir og þessi er ekki frábrugðinn öðrum.”

„Eftir þrjá sigra þá vitum við að við getum unnið alla. Núna líður okkur betur og við munum leggja enn harðar að okkur og reyna búa til frábært andrúmsloft á okkar heimavelli,” sagði Garcia spenntur fyrir leik morgundagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×