Enski boltinn

Sarri ætlar að hætta að reykja en lofar að byrja aftur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Maurizio Sarri nagar rettuna.
Maurizio Sarri nagar rettuna. vísir/getty
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur mögulega sjaldan langað jafnmikið að kveikja sér í einni sígarettu og á laugardaginn þegar að hans menn tóku á móti Arsenal.

Chelsea komst í 2-0 en Arsenal jafnaði í 2-2 og var þá stressið að fara með Ítalann sem, eins og í fyrstu umferðinni, hélt á sígarettupakka á hliðarlínunni og nagaði nokkrar rettur til að fá smá nikótín í kroppinn. Chelsea vann á endanum 3-2 og Sarri sleppti því meira að segja að fá sér í sígó í hálfleik.

Sarri má ekki reykja í miðjum leik í ensku úrvalsdeildinni en þessi fíkn hans hefur vakið nokkra athygli við upphaf deildarinnar.

„Ég reyki bara á kvöldin en ekki á meðan að leik stendur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi spurður út í reykingar sínar, en hversu lengi ætlar hann að tyggja retturnar?

„Ég ætla að hætta að reykja í eitt til tvö ár en svo ætla ég að byrja aftur,“ sagði Sarri sem var einnig spurður út í leikinn sjálfan, ótrúlegt en satt.

„Við spiluðum vel í 75 mínútur af 90. Við vorum alveg ömurlegir í þessar fimmtán mínútur sem að vantaði upp á,“ sagði Maurizio Sarri.


Tengdar fréttir

Mikið mun mæða á Mourinho næstu daga

Öllu léttara verður yfir í bláa enda Manchester-borgar, en Man­chester City rótburstaði Huddersfield Town, en þar lék Sergio Agüero og skoraði þrjú marka liðsins í 6-1-sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×