Innlent

Einn með kanna­bis í krukku og annar með falsað öku­skír­teini

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls voru fimmtíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Alls voru fimmtíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum tók örfáa ökumenn úr umferð um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Í bíl eins þeirra fannst kannabis í krukku sem og tæki og tól til kannabisneyslu.

Annar ökumaður var með handtökuskipun á sér og fer mál hans í hefðbundinn farveg að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá voru fimmtíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Áttu langflest brotin sér stað á Reykjanesbrau og reyndist einn þessara ökumanna hafa verið sviptur ökuréttindum ævilangt.

Sá sem hraðast ók mældist á 155 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Annar ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af vegna hraðaksturs framvísaði erlendu ökuskírteini.

 

Leit það grunsamlega út við fyrstu sýn og haldlagði lögregla því ökuskírteini og kom því til skilríkjasérfræðings embættisins til athugunar. Staðfesti hann að ökuskírteinið væri grunnfalsað og var því ökumanninum gefið skjalafals að sök auk hraðakstursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×