Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Átta bílar eru skemmdir eftir að kveikt var í þremur bílum í bílaumboðinu Öskju síðustu nótt. Við ræðum við framkvæmdastjóra Öskju og sjáum skemmdirnar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, í fréttatímanum um stöðuna innan lögreglunnar en síðustu daga hefur verið fjallað um lágmarksmönnun á næturvöktum og lögreglumenn kvartað undan álagi. Ráðherra vísar því aftur á móti alfarið á bug að illa sé hlúið að lögreglu og segir öryggi borgara vera betur tryggt en nokkru sinni áður. 

Við sjáum einnig tárvota endurfundi Suður- og Norður-Kóreubúa í fréttatímanum en margir hafa ekki hitt ættingja sína í tæp sjötíu ár.

Við skoðum fyrirhugaðar breytingar á svæðinu í kringum Hlemm þar sem bílaumferð mun víkja fyrir gangandi vegfarendum, athugum hvernig staðan er á skiptimörkuðum nú þegar menntaskólar eru að hefja störf og kynnum okkur nýtt tölvuleikjanám á háskólastigi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar - og í beinni á Vísi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×