Körfubolti

Fjórða tapið kom gegn Bretum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mótið á Norðurlandamótinu fyrr í sumar.
Mótið á Norðurlandamótinu fyrr í sumar. mynd/kkí

Íslensku stelpurnar í körfuboltalandsliðinu sextán ára og yngri tapaði með fjórtán stigum, 51-37, gegn Bretlandi í B-deildinni á EM í körfubolta.

Leikið er í Svartfjallalandi en 25-19 var staðan fyrir Bretum í hálfleik. Bretarnir unnu alla fjóra leikhlutana og lokatölur fjórtán stiga sigur Breta, 51-37.

Eva Davíðsdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu með tíu stig en auk þess tók hún fimm fráköst. Hjördis Traustasdóttir skoraði sjö stig og  tók fjögur fráköst.

Þetta var fjórða tap Íslands í fjórum leikjum en liðið er á botninum ásamt Makedóníu. Ísland mætir Makedóníu á morgun og getur því klifrað aðeins upp töfluna með sigri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.