Enski boltinn

Klopp hætti nánast við að fá Alisson eftir alla gagnrýnina á Karius

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp brúnaþungur.
Klopp brúnaþungur. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi nánast hætt við að fá Alisson í sumar eftir hvernig fólk hagaði sér gagnvart Loris Karius eftir úrslitaleikurinn í fyrra.

Karius gerði tvenn mistök í tapinu gegn Real Madrid í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í fyrra og var mikið gagnrýndur. Klopp segir að fólk hafi gengið of langt.

En hvað sagði hann við Karius er hann keypti Alisson?

„Karius fékk ekki að heyra það sem hann vildi heyra en þannig er það bara. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni hafði ekkert með það að gera að við fengum Alisson,” sagði Klopp í samtali við Kicker.

„Þrátt fyrir að við höfum unnið Meistaradeildina og Alisson hefði verið á markaðnum þá hefðum við viljað kaupa hann,” og snéri sér svo aftur að Karius:

„Hvernig fólk hagaði sér eftir úrslitaleikurinn gagnvart Karius, reyndi að einangra hann, gerði það nánast að verkum að ég hætti við að fá Alisson og halda mig við Karius.”

„En við verðum að verða fagmannlegir. Okkar starf er að hafa bestu leikmennina í hverri stöðu,” sagði Klopp að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×