Enski boltinn

Klopp: Hlauptu eða ég drep þig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir.
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í stuði eftir 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld en Liverpool er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina og hefur enn ekki fengið á sig mark.

„Við getum spilað betri fótbolta. Þetta var orkumikill fyrri hálfleikur svo það var ekki auðvelt að taka rétta ákvörðun,” sagði Klopp.

„Þeir fengu sína möguleika. Ég veit að við þurfum að spila mun betur en í kvöld líður mér þó ágætlega með það,” og aðspurður hvort hann hafi verið stressaður undir lok leiksins svaraði Þjóðverjinn:

„Á þessum tímapunkti var orkan í leiknum lítil og kannski þurftu leikmennirnir að fá: Hlauptu eða ég drep þig, frá reiðum þjálfaranum. Skyndisóknin í lokin var frábær.”

Voru þetta skilaboð til City þessi sigur?

„Ég er ekki áhugasamur um að senda skilaboð til City eða einhvers liðs í deildinni. Ég vill vinna fótboltaleiki og það er það sem við gerðum í kvöld.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×