Enski boltinn

Sjáðu mörk Liverpool og allt það besta frá helginni úr enska boltanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool fagnar eftir að blysi var hent inn á völlinn.
Liverpool fagnar eftir að blysi var hent inn á völlinn. vísir/getty
Liverpool vann Crystal Palace, 2-0, í mánudagsleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi og er með fullt hús og ekki búið að fá á sig mark eftir tvo leiki.

James Milner kom Liverpool yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og eftir að spila góðan varnarleik með markvörðinn Allison í miklu stuði afgreiddi Mo Salah leikinn í uppbótartíma.

Liverpool er eins og Manchester City, Chelsea og Watford búið að vinna báða sína leiki á tímabilinu en mörkin sem liðið skoraði í gærkvöldi má sjá hér að neðan.

Þar má einnig finna allt það besta og helsta frá helginni í enska boltanum eins og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og uppgjör 2. umferðarinnar.

C. Palace - Liverpool 0-2
Uppgjör 2. umferðar
Bestu markvörslur 2. umferðar
Bestu mörk 2. umferðar

Tengdar fréttir

Þegar Liverpool mætti Crystal Palace síðast á mánudagskvöldi

Lokaleikur annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar er í kvöld þegar Crystal Palace tekur á móti Liverpool á Selhurst Park í London. Eitt súrasta kvöldið í sögu Liverpool var þegar liðið mætti Palace síðast á mánudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×