Fótbolti

Stelpan sem heillaði heiminn er strákur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arat Hosseini.
Arat Hosseini. Mynd/Instagram/arat.gym
Það sáu eflaust margir skemmtilegt myndband á dögunum þar sem ung knattspyrnukona í Real Madrid búningi sýndi frábær tilþrif með knöttinn og fór oft illa með varnarmenn sína af hinu kyninu.

Nú er sannleikurinn kominn fram í dagsljósið. Stelpan sem heillaði heiminn er strákur en ekki stelpa.







Hinn fjögurra ára gamli Arat Hosseini frá Íran gabbaði ekki aðeins varnarmennina í umræddum fótboltaleik heldur einnig allt internetið.

Hann var vissulega með flott tagl og svipaði að mörgu leyti til stelpu en það fer ekkert lengur á milli mála að þetta er strákur.







Það fylgir reyndar sögunni að þetta er ekki í fyrsta sinn sem einhverjir netverjar halda að Arat Hosseini sé stelpa.

Faðir Arat Hosseini er duglegur að setja inn myndbönd af stráknum sínum inn á Instagram og þar eiga þeir feðgar nú yfir eina og hálfa milljón fylgjendur.

Markmið stráksins er að komast á Ólympíuleikana í framtíðinni því auk þess að vera frábær í fótbolta þá hefur hann einnig sýnt mikla hæfileika í sundi og frjálsum íþróttum.

Arat Hosseini er líka orðin góður að skella sér í vaxtaræktarstellingar og hann á kannski framtíð fyrir sér þar líka. Það er að segja ef hann ræður við alla þessa athygli sem faðir hans er að setja á hann.



 
awesome

A post shared by Arat  football  soccer (@arat.gym) on Aug 1, 2018 at 2:52am PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×