Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur strætó og fólksbíls

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Slökkvilið var sent á vettvang til að hreinsa upp olíu og aðstoða við aðra hreinsun.
Slökkvilið var sent á vettvang til að hreinsa upp olíu og aðstoða við aðra hreinsun. Strætó bs.

Árekstur varð á Bústaðavegi rétt fyrir klukkan níu í morgun þegar strætisvagn og fólksbíll rákust saman. Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild með minniháttar meðsli.

Slökkvilið var sent á vettvang til að hreinsa upp olíu og aðstoða við aðra hreinsun. Einhverjar tafir urðu á umferð vegna slyssins samkvæmt varðstjóra en hún er öllu þyngri þessa dagana en undanfarin misseri vegna þess að skólastarf er hafið á ný.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.