Innlent

Hnífaárásin við Skeifuna rannsökuð sem stórfelld líkamsárás

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað um klukkan fimm aðfaranótt síðastliðins sunnudag þegar karlmaður var stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans við Skeifuna í Reykjavík.
Árásin átti sér stað um klukkan fimm aðfaranótt síðastliðins sunnudag þegar karlmaður var stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans við Skeifuna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Hnífaárásin við Skeifuna í Reykjavík um liðna helgi er rannsökuð sem stórfelld líkamsárás. Árásin átti sér stað um klukkan fimm aðfaranótt síðastliðins sunnudags þegar karlmaður var stunginn ítrekað í kviðinn með hnífi.

Sá sem grunaður er um árásina var látinn laus að lokinni skýrslutöku en ekki þótti ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Aðspurður um þá ákvörðun segir Margeir Sverrisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu að það hafi verið vissulega skoðað að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum, en ekki voru lagalegar forsendur fyrir því.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni er sagður á batavegi og ekki lengur talinn í lífshættu.

Margeir segir rannsókn málsins miða vel en verið er að afla upplýsinga, svo sem gögnum og myndum frá vettvangi, ásamt öðru.

Spurður hvort einhver ágreiningur hafi verið á milli mannanna segir Margeir það til skoðunar.

Hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×