Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna orða dómsmálaráðherra um að lögreglan hafi nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Rætt verður við lögreglumenn í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem staðfesta að sleppa þurfi útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. 

Einnig skoðum við vegarkafla fyrir austan Vík í Mýrdal og á Suðurlandsvegi við Landvegamót sem eru ónýtir eftir að slitlag var sett á þá um helgina.

Við fjöllum um tillögur starfshóps menntamálaráðherra vegna #metoo byltingar íþróttakvenna, ræðum við Skúla Helgason um mönnunarvanda í leikskólum en 128 börn bíða eftir að ráðið verði í lausar stöður og við hittum þriggja barna móður frá Gana sem hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum, eftir að fjölskyldufaðrinn hvarf sporlaust frá fjölskyldunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum sem er er á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 og í beinni útsendingu á Vísi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×