Enski boltinn

Mótherjar Rangers fengu vegabréfsáritun og þurfa því ekki að gefa leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard á hliðarlínunni gegn Maribor í síðustu umferð.
Gerrard á hliðarlínunni gegn Maribor í síðustu umferð. vísir/getty
Rússneska félagið FC Ufa, mótherjar Rangers í Evrópudeildinni, hafa fengið vegabréfsáritun fyrir leikmenn sína og geta því spilað gegn Rangers í Skotlandi annað kvöld.

Á tímapunkti leit það út fyrir að rússneska félagið myndi ekki ná vegabréfsáritun í tæka tíð en ekki er mikil góðvild milli Rússlands og Englands eftir atburði sumarsins.

Eftir að Ufa sló út Progres Niederkorn varð mikið stress meðal forráðamanna félagsins því liðið hafði einungis viku til þess að fá vegabréfsáritun fyrir leikmenn og starfslið félagsins.

Nú virðist það vera í höfn því Sky Sports hefur heimildir fyrir því að liðið muni ferðast til Glasgow í dag og hafi bókað hótel í borginni.

Sigurvegarinn úr einvíginu milli Ufa og Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Rangers hefur ekki tapað leik síðan Steven Gerrard tók við liðinu í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×