Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið

Bandarískir fréttamenn þurftu bókstaflega að spretta úr spori til að vera fyrstir með fréttirnar af því að fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði verið dæmdur fyrir fjársvik í gær. Snjallsímar voru bannaðir í dómshúsinu í Virginíu og því þurftu fréttamennirnir að grípa til fótanna til þess að koma fréttunum áleiðis.
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var sakfelldur í átta ákæruliðum af átján, þar á meðal fyrir fjársvik og að hafa svikið út bankalán, í Alexandríu í Virginíuríki.

Fjöldi fréttamanna frá hinum ýmsu miðlum voru í dómshúsinu og þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp braust út mikið kapphlaup á milli þeirra til að koma fréttinni fyrst til skila.
Ljósmyndarar og myndatökumenn sem biðu fyrir utan dómshúsið náðu ýmsum skemmtilegum myndum af fréttamönnunum á harðaspretti þar sem frumskógarlögmálið um að sá hæfasti lifir af var í fullu gildi.
I feel like the smartest news outlets assigned their most athletic reporters to the #ManafortVerdict today. pic.twitter.com/CQ3j49H7GG
— Amanda‼️ (@Amanda_Clinton) August 21, 2018
Yes, it is me, the journalist in the blue dress, running after the #ManafortTrial verdict. Thank you @Jacquelyn_M for the photo! #GoBlueDressGo pic.twitter.com/IkOM7VbWC5
— Cassie Semyon (@casssemyon) August 21, 2018
Tengdar fréttir

Stutt þungra högga á milli
Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði
Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir.