Gera allt sem þeir geta til að valda starfsfólki og fárveikum sjúklingum Landspítalans sem minnstu ónæði Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 16:30 Frá framkvæmdum við legudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“ Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira