Erlent

Fimmtíu ára fangelsi fyrir morð á smábarni

Bergþór Másson skrifar
Gary Eugene Holmes mun sitja inni í fimmtíu ár.
Gary Eugene Holmes mun sitja inni í fimmtíu ár. Vísir/AP

Karlmaður í Arkansas fylki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í 50 ára fangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa skotið þriggja ára barn til bana.

Morðið átti sér stað í umferðinni og í bandarískum miðlum er talað um að um svokallað „road rage“ hafi verið að ræða, sem gæti verið ökuæði, vegaheift, rúntreiði eða gatnagremja á íslensku.

Amma drengsins segist hafa verið á stoppmerki í umferðinni þegar maðurinn steig út úr bíl sínum og skaut af byssu inn í bíl hennar og myrti drenginn.

Vitni hafa greint frá því sem fyrir augum bar. Þau sögðu að maðurinn hafi snöggreiðst vegna aksturslags ömmunar. Honum hafi þótt hún keyra allt of nálægt sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.