Ekki sama hvað er auglýst? Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:44 Baráttusamtök gegn sjókvíaeldi segja ISAVIA skerða tjáningarfrelsi með því að taka niður auglýsingu þeirra í innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir auglýsinguna hins vegar setta upp í leyfisleysi auk þess sem vinnureglur banni slíkan boðskap í flugstöðinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun, en auglýsingin var sett upp af umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Í auglýsingunni segir m.a. að alþjóðleg fyrirtæki vilji stórauka umfang sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum, sem hafa muni alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Þetta þurfi að stöðva. Auglýsingin fékk að standa í tíu daga en var svo tekin niður. „Þessi auglýsing var sett upp í flugstöðinni í leyfisleysi og þess vegna er hún tekin niður. Auglýsingar í flugstöðinni eru bornar undir starfsmenn ISAVIA og það er samkvæmt reglum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA. Talsmaður samtakanna telur þessar skýringar heldur rýrar í roðinu og kannast ekki við slíkar reglur. „Og við skulum athuga það að fyrirtækið sem gekk frá auglýsingunni, framleiddi hana og hengdi hana upp í Leifsstöð gerði það að sjálfsögðu í samráði við ISAVIA. Það var starfsmaður frá ISAVIA á staðnum og auglýsingin var uppi í tíu daga,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að auglýsingin hafi verið sett upp í leyfisleysi.vísir/ stöð 2Guðjón segir um vinnureglur að ræða, en ekki skráða reglugerð. Samkvæmt vinnureglunum eigi eingöngu að auglýsa vörur og þjónustu í flugstöðinni en ekki einhvers konar málstað. „Það er líka þessi áhersla á að það sé ekki verið að vega að einstaklingum, starfsemi eða fyrirtækjum eða eitthvað slíkt,“ segir Guðjón. „Ef koma fram einhverjar athugasemdir þá er það yfirleitt frá þeim sem telja á sér brotið í auglýsingum. Þarna var það ekki, þarna er engin hatursorðræða og við beinum ekki skilaboðunum gegn tilteknu fyrirtæki,“ segir Jón. Hann segir þær upplýsingar sem birtast í auglýsingunni byggja á viðurkenndum rannsóknum, rétt eins og ef talað væri fyrir minnkuðum útblæstri eða annars konar umhverfisvernd. Aðhald í þessum málaflokki sé sífellt mikilvægara samhliða því sem sjókvíaeldi vaxi fiskur um hrygg. „Það er náttúrulega mjög alvarlegur flötur á þessu máli að félag sem er 100% í eigu ríkisins sé í rauninni að skerða tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka eins og Icelandic Wildlife Fund,“ segir Jón. „Við teljum þetta ekki vera spurningu um eitthvað slíkt, þetta eru bara vinnureglur sem við höfum og þetta sé spurningum auglýsingar fyrir vöru og þjónustu – en ekki málstaði,“ segir Guðjón. Samtökin hafa vísað málinu til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Baráttusamtök gegn sjókvíaeldi segja ISAVIA skerða tjáningarfrelsi með því að taka niður auglýsingu þeirra í innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir auglýsinguna hins vegar setta upp í leyfisleysi auk þess sem vinnureglur banni slíkan boðskap í flugstöðinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun, en auglýsingin var sett upp af umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Í auglýsingunni segir m.a. að alþjóðleg fyrirtæki vilji stórauka umfang sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum, sem hafa muni alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Þetta þurfi að stöðva. Auglýsingin fékk að standa í tíu daga en var svo tekin niður. „Þessi auglýsing var sett upp í flugstöðinni í leyfisleysi og þess vegna er hún tekin niður. Auglýsingar í flugstöðinni eru bornar undir starfsmenn ISAVIA og það er samkvæmt reglum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA. Talsmaður samtakanna telur þessar skýringar heldur rýrar í roðinu og kannast ekki við slíkar reglur. „Og við skulum athuga það að fyrirtækið sem gekk frá auglýsingunni, framleiddi hana og hengdi hana upp í Leifsstöð gerði það að sjálfsögðu í samráði við ISAVIA. Það var starfsmaður frá ISAVIA á staðnum og auglýsingin var uppi í tíu daga,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að auglýsingin hafi verið sett upp í leyfisleysi.vísir/ stöð 2Guðjón segir um vinnureglur að ræða, en ekki skráða reglugerð. Samkvæmt vinnureglunum eigi eingöngu að auglýsa vörur og þjónustu í flugstöðinni en ekki einhvers konar málstað. „Það er líka þessi áhersla á að það sé ekki verið að vega að einstaklingum, starfsemi eða fyrirtækjum eða eitthvað slíkt,“ segir Guðjón. „Ef koma fram einhverjar athugasemdir þá er það yfirleitt frá þeim sem telja á sér brotið í auglýsingum. Þarna var það ekki, þarna er engin hatursorðræða og við beinum ekki skilaboðunum gegn tilteknu fyrirtæki,“ segir Jón. Hann segir þær upplýsingar sem birtast í auglýsingunni byggja á viðurkenndum rannsóknum, rétt eins og ef talað væri fyrir minnkuðum útblæstri eða annars konar umhverfisvernd. Aðhald í þessum málaflokki sé sífellt mikilvægara samhliða því sem sjókvíaeldi vaxi fiskur um hrygg. „Það er náttúrulega mjög alvarlegur flötur á þessu máli að félag sem er 100% í eigu ríkisins sé í rauninni að skerða tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka eins og Icelandic Wildlife Fund,“ segir Jón. „Við teljum þetta ekki vera spurningu um eitthvað slíkt, þetta eru bara vinnureglur sem við höfum og þetta sé spurningum auglýsingar fyrir vöru og þjónustu – en ekki málstaði,“ segir Guðjón. Samtökin hafa vísað málinu til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa og er niðurstöðu að vænta í næstu viku.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira