Enski boltinn

Rooney: Pogba þarf að spila fyrir sjálfan sig, ekki Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba og Rooney voru samherjar hjá United
Pogba og Rooney voru samherjar hjá United Vísir/Getty
Wayne Rooney kom fyrrum knattspyrnustjóra sínum til varnar og segir Paul Pogba verða að bera ábyrgð á því sjálfur að skila góðum frammistöðum fyrir Manchester United.

Pogba varð heimsmeistari með Frökkum í sumar og var mikið lofaður fyrir frammistöðu sína á HM í Rússlandi. Hann hefur ekki heillað eins mikið í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar, ekki frekar en hinir leikmenn United.

Eftir 3-2 tap United á Amex vellinum í Brighton um síðustu helgi kvartaði Pogba yfir hugarfari liðsmanna United. Þessi orð Pogba ýttu undir orðróma um ósætti á milli Pogba og Mourinho.

„Hann er frábær leikmaður en hann þarf að spila fyrir sjálfan sig,“ sagði Wayne Rooney, markahæsti maður í sögu United, við CNN World Sport. Rooney yfirgaf United fyrir tveimur árum.

„Ef þeir ætla að vinna titilinn þá verður Pogba lykilmaðurinn. Það hefur verið mikið í umræðunni að Jose Mourinho þurfi að ná því besta út úr Pogba en Pogba þarf að gera það sjálfur og fyrir sjálfan sig.“

„Hann þarf að sanna að hann sé tilbúinn til þess að hjálpa Manchester United,“ sagði Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×