Enski boltinn

Arnór setti þrettán mörk í fyrsta leik vetrarins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór Gunnarsson var magnaður í dag
Arnór Þór Gunnarsson var magnaður í dag vísir/ernir
Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram þar sem frá var horfið á síðasta tímabili og raðar inn mörkum fyrir Bergischer. Nýliðarnir sigruðu Eulen Ludwigshafen í fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Þór var einn besti maður þýsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili og átti stóran hlut í því að koma Bergischer upp í efstu deild. Hann byrjaði af miklum krafti í dag og skoraði lítil 13 mörk.

Íslenski landsliðsmaðurinn var langmarkahæstur í 27-23 sigri Bergischer á Eulen Ludwigshafen, næst markahæsti maður vallarins var Maciej Majdzinski sem gerði 6 mörk fyrir Bergischer.

Gestirnir í Eulen Ludwigshafen voru einu marki yfir í hálfleik, 11-12. Leikurinn var mjög jafn en heimamenn komust yfir snemma í seinni hálfleik og fóru þá hægt og rólega að síga fram úr. Að lokum fór Bergischer með fjögurra marka sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×