Innlent

Tvö hús brunnin til grunna við Þingvallavatn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Enn er verið að slökkva glæður í stærra húsinu.
Enn er verið að slökkva glæður í stærra húsinu. Vísir/Jói
Tvö hús eru brunnin til grunna við Þingvallavatn eftir að eldur kom þar upp í hádeginu í dag. Um var að ræða eitt 150 fermetra hús og annað um 20 fermetra stórt. Enn er verið að slökkva glæður í stærra húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu fór betur en á horfðist með gróður á svæðinu en gríðarlega há grenitré eru við húsin.

Það tók brunavarnir töluverðan tíma að komast á staðinn vegna fjarlægðar frá næstu slökkvistöð og vegna þess að saga þurfti niður tré til að koma dælubíl að. Þegar allt lið var komið á staðinn tók um tíu mínútur að ráða niðurlögum eldsins.

Vísir/Jói
Vísir/Jói

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×