Innlent

Tvö hús brunnin til grunna við Þingvallavatn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Enn er verið að slökkva glæður í stærra húsinu.
Enn er verið að slökkva glæður í stærra húsinu. Vísir/Jói

Tvö hús eru brunnin til grunna við Þingvallavatn eftir að eldur kom þar upp í hádeginu í dag. Um var að ræða eitt 150 fermetra hús og annað um 20 fermetra stórt. Enn er verið að slökkva glæður í stærra húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu fór betur en á horfðist með gróður á svæðinu en gríðarlega há grenitré eru við húsin.

Það tók brunavarnir töluverðan tíma að komast á staðinn vegna fjarlægðar frá næstu slökkvistöð og vegna þess að saga þurfti niður tré til að koma dælubíl að. Þegar allt lið var komið á staðinn tók um tíu mínútur að ráða niðurlögum eldsins.

Vísir/Jói
Vísir/Jói

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.