Fótbolti

Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kallað á milli stúkna á Laugardalsvellinum.
Kallað á milli stúkna á Laugardalsvellinum. Vísir/Getty

Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi.

Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust.

Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik.

Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir.

Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum.

Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum.

Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik.

Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.