Sport

Svaraði ofurbúningsbanninu með ballettpilsi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serena Williams er ein besta íþróttakona heims
Serena Williams er ein besta íþróttakona heims Vísir/Getty

Franska tennissambandið bannaði Serena Williams í vikunni að mæta í ofurhetjugallanum sínum á Opna franska meistaramótið á næsta ári. Williams svaraði banninu með því að mæta í ballettpilsi á Opna bandaríska risamótið.

Williams klæddist heilgalla á Opna franska meistaramótinu fyrr í sumar og forráðamönnum mótsins fannst klæðnaðurinn kominn of langt frá því sem hefðbundið er á tennsimótum. Þeir hafa því sett strangari reglur fyrir næsta mót.

Opna bandaríska risamótið hófst í vikunni og mætti Williams í sérhönnuðum búning sem minnir helst á ballettklæðnað.

Búningurinn er hannaður af Virgil Abloh, hönnuði franska tískuhússins Louis Vuitton, í samstarfi við íþróttaframleiðandann Nike.

Williams sagði að það hefði verið „auðvelt að spila“ í pilsinu.

Stuðningsmenn Williams kepptust við að hrósa henni á samfélagsmiðlum og tímasetning hennar á frumsýningu búningsins hefði varla getað verið betri í ljósi aðgerða franska sambandsins fyrr í vikunni.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.