Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:45 Mikil gróska hefur verið í nýsköpunar og listastarfi á Þingeyri að undanförnu. Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira