Fótbolti

Arnór í læknisskoðun hjá CSKA á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann virðist vera á leið til Rússlands.
Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann virðist vera á leið til Rússlands. vísir/getty
Arnór Sigurðsson mun gangast undir læknisskoðun hjá CSKA Moskvu á morgun en hann er við það að ganga í raðir liðsins.

David Sansun, íþróttafréttamaður á rúessneskri fótboltavefsíðu, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og vísar í frétt Sport24.ru.

Arnór er nítján ára og er ekki gefið upp verðmiðinn á honum en hann er talinn ansi hár eins og greint var frá á Vísi í gærkvöldi.

Arnór hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fjögur í átján leikjum fyrir Norrköping á tímabilinu en hann verður sjötti Íslendingurinn í rússneska boltanum.

Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson leika hjá Rostov, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og verðandi samherji Arnórs, Hörður Björgvin Magnússon hjá CSKA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×