Sigur í fyrsta leik Sarri í úrvalsdeildinni

Dagur Lárusson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna marki Kante.
Leikmenn Chelsea fagna marki Kante. Vísir/Getty
Maurizio Sarri vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þegar lið hans bar sigur úr býtum gegn Huddersfield.

 

Jorginho var í byrjunarliði Chelsea á meðan þeir Eden Hazard og Olivier Giroud byrjuðu á bekknum.

 

Liðsmenn Huddersfield byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru sterkari aðilinn til að byrja með og var Alex Pritchard mjög öflugur fyrir þá.

 

Það var hinsvegar þegar um þrjátíu mínútu voru búnar af leiknum þar sem Chelsea fékk sitt fyrsta alvöru færi þegar Willian fór upp vinstri vænginn og gaf fyrir á engan annan en Ngolo Kante sem skoraði.

 

Eftir þetta mark tóku liðsmenn Chelsea völdin á vellinum og náðu þeir að skora annað mark áður en flautað var til hálfleiksins en það var Jorginho sem gerði það af vítapunktinum eftir að brotið var á Marcos Alonso innan teigs. Var staðan því 0-2 í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum reyndu liðsmenn Huddersfield allt sem þeir gátu til þess að minnka muninn en gekk það ekki nægilega vel.

 

Um miðbik seinni hálfleiksins gerði Maurizio Sarri skiptingu og setti Eden Hazard inná. Hazard var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en en nokkrum mínútum seinna bar hann boltann upp völlinn í skyndisókn Chelsea og gaf á Pedro sem skoraði laglega framhjá Lössl í markinu.

 

Fleiri mörk voru ekki skoruð og því öruggur sigur í fyrsta leik Sarri í ensku úrvalsdeildinni.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira