Fótbolti

Elías á leið til Hollands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elías Már í leik með Gautaborg
Elías Már í leik með Gautaborg Vísir/Getty
Elías Már Ómarsson mun spila með hollenska liðinu Excelsior á komandi tímabili. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð en Elías á eftir að standast læknisskoðun.

Framherjinn kemur frá sænska félaginu Gautaborg. Á dögunum var Elías settur á sölulista og höfðu nokkur félög áhuga á honum. Upp úr kom að hann fer til Hollands.

„Það var komið tilboð til Gautaborgar frá Rússlandi en við töldum að fótboltalega væri Excelsior betra skref. Það verður að viðurkennast að kjörin í Rússlandi voru mörgum sinnum betri,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, við Fóbolta.net í dag.

Elías er markahæstur hjá Gautaborg það sem af er tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni með átta mörk í tólf leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu á dögunum.

Keflvíkingurinn á að baki 9 A-landsliðsleiki fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×