Telja sig geta bent á tíu lögbrot við útskrift af geðdeild Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Fjölskylda manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða telur sig geta bent á tíu lögbrot sem framin voru þegar hann var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði. Formaður Geðhjálpar segir vanta úrlausn í málum einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá tuttugu ára baráttu fjölskyldu manns með alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans af deildinni. Fjölskyldan telur að það vanti langtíma úrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda sem hvergi á skjól í heilbrigðiskerfinu. Næstu skref fjölskyldunnar eru að senda inn formlega kvörtun til spítalans og ráðherra þar sem þau telja sig geta bent á að minnsta kosti tíu lögbrot sem brotin voru á manninum við útskrift hans. Fyrir liggur dómur þar sem maðurinn var sviptur sjálfræði. Lögfræðingur fjölskyldunnar og spítalinn hafa fundað um málið. Spítalinn neitar að tjá sig. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, telur að þegar fólk leiti til spítalans vegna ákveðins vanda eigi það rétt á að fá úrlausn sinna mála. Geðhjálp hefur fengið ábendingar nú í sumar um að fólk sem leitað hefur til spítalans telur sig ekki hafa fengið þá þjónustu sem það þurfti. „Það hefur verið gríðarlegt álag á geðsviðinu á þessu ári sérstaklega. Nýtingin er um 108 prósent. Þá segir sig sjálft að það sé gríðarlega mikið á lag á spítalanum og starfsfólki. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og skortur á fjármunum, það þarf að leysa. Svo þarf að vera gríðarlega góð samvinna við sveitarfélögin. Það er ekki nóg því þau þurfa líka að vera með úrræði við hæfi. Það þarf húsnæði og meðferð og tryggja þessa samfellu, það er það sem við viljum sjá,” segir Anna Gunnhildur. Hún bendir einni á að í geðheilbrigðisstefnunni kemur fram að binda eigi í lög þétta samvinnu sveitarfélaga og ríkis. „Ég veit ekki hvort hafist sé handa við það. En bendi á að það er mjög mikilvægt því þessi flokkur liggur þarna báðum megin,” segir hún. Tengdar fréttir Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. 9. ágúst 2018 22:40 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fjölskylda manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða telur sig geta bent á tíu lögbrot sem framin voru þegar hann var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði. Formaður Geðhjálpar segir vanta úrlausn í málum einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá tuttugu ára baráttu fjölskyldu manns með alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans af deildinni. Fjölskyldan telur að það vanti langtíma úrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda sem hvergi á skjól í heilbrigðiskerfinu. Næstu skref fjölskyldunnar eru að senda inn formlega kvörtun til spítalans og ráðherra þar sem þau telja sig geta bent á að minnsta kosti tíu lögbrot sem brotin voru á manninum við útskrift hans. Fyrir liggur dómur þar sem maðurinn var sviptur sjálfræði. Lögfræðingur fjölskyldunnar og spítalinn hafa fundað um málið. Spítalinn neitar að tjá sig. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, telur að þegar fólk leiti til spítalans vegna ákveðins vanda eigi það rétt á að fá úrlausn sinna mála. Geðhjálp hefur fengið ábendingar nú í sumar um að fólk sem leitað hefur til spítalans telur sig ekki hafa fengið þá þjónustu sem það þurfti. „Það hefur verið gríðarlegt álag á geðsviðinu á þessu ári sérstaklega. Nýtingin er um 108 prósent. Þá segir sig sjálft að það sé gríðarlega mikið á lag á spítalanum og starfsfólki. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og skortur á fjármunum, það þarf að leysa. Svo þarf að vera gríðarlega góð samvinna við sveitarfélögin. Það er ekki nóg því þau þurfa líka að vera með úrræði við hæfi. Það þarf húsnæði og meðferð og tryggja þessa samfellu, það er það sem við viljum sjá,” segir Anna Gunnhildur. Hún bendir einni á að í geðheilbrigðisstefnunni kemur fram að binda eigi í lög þétta samvinnu sveitarfélaga og ríkis. „Ég veit ekki hvort hafist sé handa við það. En bendi á að það er mjög mikilvægt því þessi flokkur liggur þarna báðum megin,” segir hún.
Tengdar fréttir Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. 9. ágúst 2018 22:40 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. 9. ágúst 2018 22:40