Fótbolti

Sigur hjá Heimi og lærisveinum í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir er á toppnum í Færeyjum og í bikarúrslitum.
Heimir er á toppnum í Færeyjum og í bikarúrslitum. vísir/vilhelm
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB unnu góðan 1-0 sigur á KÍ í toppslag í færeysku úrvalsdeildinni. 2000 áhorfendur voru á toppslagnum.

Fyrir leikinn voru liðin tvö efstu lið deildarinnar en lærisveinar Heimis skoruðu eina mark leiksins. Markið skoraði Ari Mohr Olsen á 56. mínútu.

Grétar Snær Gunnarsson spilaði allan leikinn hjá HB en Brynjar Hlöðversson var tekinn af velli í uppbótartíma.

HB er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en KÍ er í öðru sætinu. HB hefur unnið fimmtán af átján leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×