Enski boltinn

Lovren: Ég er með mjög mikla verki

Dagur Lárusson skrifar
Dejan Lovren.
Dejan Lovren. vísir/getty
Dejan Lovren, leikmaður Liverpool, viðurkennir að þjálfarateymi Liverpool sé ekki ánægt með þau meiðsli sem hann varð fyrir á HM í sumar.

 

Dejan Lovren spilaði í hjarta varnarinnar hjá Króatíu en hann segist hafa keyrt sig alveg út í keppninni og hafi snúið til baka til Liverpool með mikla magaverki.

 

„Ég get ekkert æft þessa dagana útaf þessum verkjum í maganum. Ég finn fyrir miklum verkjum og ég mun fara til sérfræðing í Hollandi í næstu viku.”

 

„Hvenær byrjaði ég að finna fyrir því? Ég byrjaði að finna fyrir þessum verkjum á HM. Ég spilaði með mikla verki og allir þrír leikirnir í útsláttarkeppninni voru að drepa mig. En hver myndi ekki láta sig hafa þetta fyrir HM.”

 

„Hinsvegar eftir HM þá byrjaði verkurinn að verða meiri. Ég get einu sinni ekki setið í bílnum mínum í langan tíma án þess að finna fyrir svakalegum verk.”

 

„Ég myndi alltaf harka allt af mér fyrir Króatíu, en núna er ég að súpa seyðið af þessu, og þjálfarateymið er ekki sátt með mig.”

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×