Katrín segir Ísland hafa dregist aftur úr í réttindum hinsegin fólks Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 16:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. fréttablaðið/anton brink Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu að lokinni gleðigöngu í Hljómskólagarðinum í dag. Í ræðunni rifjaði hún meðal annars upp sögu réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, hvatti baráttufólk nútímans áfram, og sagði frá áformum ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. „Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega ve leftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal.“ sagði Katrín. Katrín segir fyrstu gleðigöngu Reykjavíkur árið 1999 hafa slegið mikilvægan tón sem hefur síðan einkennt gönguna: „Hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist.“ Hún segir að Ísland hafi dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks og að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. Ísland mun koma sér í fremstu röð þegar frumvarp sem verður lagt fram á Alþingi í vetur, um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði, verður að lögum, sagði Katrín. „Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.“ Katrín sagði að við höfum séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir og að það þurfi að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks. Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78. Að lokum endar Katrín ræðu sína á þessum orðum: „Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu. Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi. Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni. Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin. Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram.“ Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu að lokinni gleðigöngu í Hljómskólagarðinum í dag. Í ræðunni rifjaði hún meðal annars upp sögu réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, hvatti baráttufólk nútímans áfram, og sagði frá áformum ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. „Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega ve leftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal.“ sagði Katrín. Katrín segir fyrstu gleðigöngu Reykjavíkur árið 1999 hafa slegið mikilvægan tón sem hefur síðan einkennt gönguna: „Hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist.“ Hún segir að Ísland hafi dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks og að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. Ísland mun koma sér í fremstu röð þegar frumvarp sem verður lagt fram á Alþingi í vetur, um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði, verður að lögum, sagði Katrín. „Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.“ Katrín sagði að við höfum séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir og að það þurfi að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks. Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78. Að lokum endar Katrín ræðu sína á þessum orðum: „Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu. Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi. Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni. Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin. Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram.“
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira