Fótbolti

Ísland er Norðurlandameistari U16

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenski hópurinn í stuði.
Íslenski hópurinn í stuði. vísir/ksí
Ísland er Norðurlandameistari í fótbolta í flokki pilta 16 ára og yngri eftir 1-0 sigur á Finnum í framlengdum úrslitaleik í Færeyjum í dag.

Eina mark leiksins kom snemma í framlengingunni og var það Ísak Bergmann Jóhannesson sem skoraði það.



Ísland vann því alla fjóra leiki sína í mótinu. Þetta er í annað skiptið sem íslenskt lið vinnur þennan titil. Fyrsti titillinn kom árið 2011.

Liðið er þjálfað af einum af njósnurum íslenska A-landsliðsins, Davíð Snorra Jónssyni. 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×