Fótbolti

Tottenham nældi sér í bikar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Tottenham fagna í leiknum gegn Newcastle í gær
Leikmenn Tottenham fagna í leiknum gegn Newcastle í gær Vísir/Getty
Tottenham var í gær útnefndur sigurvegari ICC, alþjóðlegrar vináttuleikjakeppni sem fram fór í sumar.

ICC (International Champions Cup) er keppni vináttuleikja sem fram fór um allan heiminn í sumar. Flest stærstu lið Evrópu tóku þátt í keppninni.

Síðasti leikur keppninnar var í gær og að honum loknum var ljóst að Tottenham sigraði keppnina. Inter Milan vann Atletico Madrid 1-0 sem var ekki nógu stór sigur til þess að stela toppsætinu af Tottenham.

Tottenham vann Roma 4-1 og AC Milan 1-0 en tapaði fyrir Barcelona í vítaspyrnukeppni eftir 2-2 jafntefli. Þrátt fyrir vítaspyrnukeppnina fékk Tottenham eitt stig fyrir jafnteflið og endaði því með sjö stig eftir 3 leiki. 

Stuðningsmenn Tottenham eru þó líklega ánægðari með sigur liðsins á Newcastle í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×