Golf

Birgir og Axel spila til úrslita

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Axel og Birgir Leifur fagna á hringnum í morgun
Axel og Birgir Leifur fagna á hringnum í morgun Vísir/Getty

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum.

Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag.

Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær.

Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot.

Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels.

Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.