Innlent

Tilnefningar til Ísnálarinnar 2018

Bergþór Másson skrifar
Ísnálin
Ísnálin Bókmenntaborgin
Tilnefningar til Ísnálarinnar í ár voru tilkynntar í dag, en þau verðlaun eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga.

Í ár eru tilnefndir eftirfarandi höfundar og þýðendur fyrir neðangreind verk:

Barnagæla (Chanson douce) - Höfundur: Leila Slimani / Þýðandi: Friðrik Rafnsson

Ég er að spá í að slútta þessu (I'm Thinking of Ending Things) - Höfundur: Iain Reid / Þýðandi: Árni Óskarsson

Konan í glugganum (The Woman in the Window) - Höfundur: A.J. Finn / Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir

Ósýnilegi verndarinn (El guardián invisible) - Höfundur: Dolores Redondo / Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir

Sonurinn (Sønnen) - Höfundur: Jo Nesbø / Þýðandi: Bjarni Gunnarsson

Tilkynnt verður um vinningshafa á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Reykjavík í nóvember, en þetta er fimmta árið sem verðlaunin verða veitt.

Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka.

Dómnefnd skipa Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×