Erlent

Fjölskylda flugvélarþjófsins segist niðurbrotin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Richard Russell var 29 ára.
Richard Russell var 29 ára. Vísir/AP
Fjökskylda mannsins sem stal mannlausri farþegaflugvél á Tacoma-flugvelli í Seattle og brotlenti henni segist miður sín vegna andláts hans, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

Maðurinn hét Richard Russell, iðulega kallaður Beebo, og var 29 ára. Yfirvöld hafa ekki nafngreint Russell opinberlega en bæði fjölskylda hans og fjölmiðlar vestanhafs hafa birt nafn hans. Russell lést við brotlendingu flugvélarinnar á föstudagskvöld.

„Þeir sem sitja heima og fylgjast með gætu átt erfitt með að trúa því en Beebo var hjartahlýr, hugulsamur maður. Það er ómögulegt að ná utan um manninn sem hann hafði að geyma í fréttatilkynningu. Hann var trúr eiginmaður, ástríkur sonur og góður vinur,“ segir í tilkynningu sem fjölskylda Russell sendi frá sér í gær.

„Þetta er okkur algjört áfall. Við erum niðurbrotin vegna þessara atburða.“ Yfirlýsingu fjölskyldu Russells má sjá í heild í myndskeiðinu hér að neðan.

Samkvæmt bloggsíðu sem Russell hélt úti var hann fæddur í Flórída en flutti sjö ára gamall til Alaska. Hann var búsettur ásamt eiginkou sinni í Washington-ríki.

Bandaríska dagblaðið Seattle Times hafði eftir samstarfsfélaga Russellað hann hafi verið vel liðinn á vinnustaðnum en að lítið hefði farið fyrir honum.

Sjá einnig: Flugvélaþjófurinn sagðist þurfa litla hjálp því hann hefði spilað tölvuleiki

Russell hafði starfað hjá Horizon Ari-flugfélaginu í þrjú ár en félagið var eigandi flugvélarinnar sem hann stal. Starf Russell hjá félaginu fólst í því að færa flugvélar til á flugvellinum, þrífa þær og raða töskum í farangursgeymslu.

Russell stal flugvélinni síðla kvölds á föstudag og flaug henni í um klukkustund. Hann brotlenti vélinni á Ketron-eyju í Puget-sundi og lést. Flugmálayfirvöld hafa upplýst að Russell hafði aðgang að vélinni sem starfsmaður flugfélagsins og hafði þar með leyfi til að vera í henni.

Þá hafa samskipti Russell við starfsmann flugumferðarturnsins á  Tacoma-flugvelli vakið gríðarlega athygli. Samantekt á því sem fór þeim á milli má lesa hér. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×