Enski boltinn

Emery: Tókum meiri ábyrgð í seinni hálfleiknum

Dagur Lárusson skrifar
Unai Emery.
Unai Emery. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segist vongóður þrátt fyrir nokkuð sannfærandi tap gegn Manchester City í dag.

 

Emery talaði um það eftir leik að lið hans hafi ekki spilað eins og hann vildi í fyrri hálfleiknum, en í seinni hálfleiknum bættu leikmann hans upp fyrir það.

 

„Úrslitin voru ekki það sem við vildum en við vorum samt sem áður að vaxa og bæta okkur allan leikinn.“

 

„Í fyrri hálfleiknum spiluðum við ekki eins og við höfðum talað um og ég var ekki nægilega ánægður með það.“

 

„Í hálfleiknum þá talaði ég um það að við þyrftum að taka meiri ábyrgð og við gerðum það í seinni hálfleiknum, þá spiluðum við eins og við vildum gera.“

 

„Við vildum byrja vel fyrir stuðningsmennina en því miður gátum við það ekki gegn City í dag, en við erum vongóðir, okkur mun líða vel hér.“

 


Tengdar fréttir

City byrjaði titilvörnina á sigri

Englandsmeistarar Manchester City byrjuðu titilvörn sína á sigri á Arsenal í fyrsta stórleik tímabilsins á Emirates vellinum í Lundúnum í dag.

Pep: Mendy á margt eftir ólært

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann gagnrýndi þó Benjamin Mendy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×