Enski boltinn

Dele Alli: Verðum að vinna bikar

Dagur Lárusson skrifar
Dele Alli í baráttunni.
Dele Alli í baráttunni. vísir/getty
Dele Alli, leikmaður Tottenham, segir að nú sé kominn tími til þess að liðið vinni titil en hann er orðinn þreyttur á því að vera aðeins nálægt því.

 

Alli kom til Tottenham árið 2015 og síðan þá hefur liðið endað tvisvar sinnum í 3. sæti í deildinni og einu sinni í 2. sæti.

 

„Öll árin sem ég hef verið hérna þá finnst mér eins og við höfum bætt okkur frá síðasta tímabili, en núna viljum við vinna bikar.“

 

„Við erum endalaust að komast nálægt því en núna er einfaldlega komið að því að við verðum að vinna titil, svo einfalt er það.“

 

Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, tók í sama streng.

 

„Ég var mjög ánægður með það að vera hluti af sigurliði í sumar, en þú sérð vel á Englendingunum og Belgunum að þeir eru hungraðir í meira því þeir voru svo nálægt því að vinna HM sjálfir.“

 

Tottenham varð í sumar fyrsta liðið til þess að kaupa engan leikmann í sumarglugganum og því verður að teljast erfitt fyrir liðið að vinna a.m.k. úrvalsdeildina í vetur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×