Innlent

Mikið um að vera í Þorlákshöfn

Bergþór Másson skrifar
Mikið um að vera í Þorlákshöfn
Mikið um að vera í Þorlákshöfn Ölfus
Síðustu tvær helgar hafa verið viðburðarríkar í Þorlákshöfn. Verslunarmannahelgin var undirlögð af ungmennum á Unglingalandsmóti UMFÍ og um síðastu helgi var bæjarhátíðin Hafnardagar.

Það voru um 8000 manns sem lögðu leið sína í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina og þar af voru rúmlega 1300 keppendur á aldrinum 11-18 ára. Það voru yfir 20 keppnisgreinar í boði af ýmsum toga og þar má nefna þessar hefðbundnu líkt og körfubolta, fótbolta og frjálsar en einnig voru óhefðbundnari greinar líkt og kökuskreytingar, sandkastalagerð og strandhandbolti.

Mótshaldarar segja mótið hafa gengið mjög vel og hrósa undirbúningi hjá unglingalandsmótsnefnd og öðrum sem komu að mótinu.

„En stærstu þakkirnar fá allir sjálfboðaliðarnir sem unnu á mótinu, því án þeirra hefði mótið ekki orðið að veruleika.“

Hafnardagar voru með minna sniði í ár vegna mikils umfangs helgina áður og voru þeir hugsaðir til að þakka öllum þeim sem höfðu hjálpað til á unglingalandsmótinu.

Þeir sem komu fram á hátíðinni voru meðal annars: Sóli Hólm, JóiPé og Króli og Emmsjé Gauti.


Tengdar fréttir

Ungir stefna til Þorlákshafnar

Búast má við að fimm til tíu þúsund manns heimsæki Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram.

Gleði víða um land um helgina

Pönkinu er fagnað á Norðanpaunki á Laugarbakka. Í Neskaupstað fer fram Neistaflug og í Bolungarvík Evrópumeistaramótið í mýrarbolta. Útihátíð verður á Flúðum, Síldarævintýri á Siglufirði og Þjóðhátíð í Heimaey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×