Körfubolti

Sterkur sigur á Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst er þjálfari U16 ára landsliðsins.
Ágúst er þjálfari U16 ára landsliðsins. vísir/daníel
Íslensku strákarnir í körfuboltalandsliðinu U16 ára vann góðan sigur á Búlgaríu á EM í Bosníu en lokatölur 79-69.

Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í fjórum leikjum en strákarnir hans Ágústar Björgvinssonar eru að gera góða hluti í B-deildinni á EM.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en eftir fyrsta leikhlutan var 14-14 og í hálfleik var enn allt jafnt, 33-33.

Íslenska liðið náði smá forskoti í þriðja leikhluta og var fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þar náðu strákarnir okkar að klára Búlgarana en lokatölurnar urðu 79-69.

Ísland er í öðru sæti riðilsins, með einu stigi minna en Pólland sem er á toppi riðilsins. Ísland tapaði einmitt fyrir Póllandi en næsti leikur strákanna er gegn Kýpur annað kvöld.

Stigahæstur var Marinó Pálmason með 21 stig. Ástþór Svalason gerði fjórtán stig, Friðrik Jónsson tólf og Hugi Hallgrímsson ellefu. Auk þess tók Hugi þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×