Enski boltinn

Helmingur ensku deildarinnar þurfti ekki áhorfendur til að græða pening

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Tottenham.
Stuðningsmenn Tottenham. Vísir/Getty
Sjónvarpstekjur liðanna í ensku úrvalsdeildinni eru gríðarlegar enda eru þau að spila í vinsælustu deild í heimi.

Þetta kemur vel fram í nýrri rannsókn BBC sem sýnir að 10 af 20 liðum deildarinnar 2016-17 hefðu grætt pening þrátt fyrir að enginn mætti á heimaleiki liðsins þann veturinn.

Sjónvarpstekjurnar fyrir 2016-17 tímabilið voru 8,3 milljarðar punda eða meira en ellefu hundruð milljarðar íslenskra króna.



Innkoman á heimaleikjum liðanna var minna en 20 prósent af heildarinnkomu félaganna átján. Sjónvarpið er því farið að skipta öllu máli.

Aukningin á sjónvarpstekjunum var slík að lið sem þurftu ekki á áhorfendum að halda til að græða pening fjölgaði úr tveimur tímabilið 2015-16 í tíu tímabilið 2016-17.

Liðin fengu 120 milljónir punda frá ensku úrvalsdeildinni fyrir sjónvarpssamninginn og því skipti tíu þeirra litli máli hvort að leikvangurinn var fullur eða tómur.

Meðal þeirra liða voru Tottenham og Everton sem bæði horfa til að komast á stærri völl. Tottenham er að flytja og Everton ætlar að byggja nýjan leikvang.

Meiri sjónvarpstekjur hafa vissulega sprengt um verð fyrir leikmenn og liðin eru líka að borga leikmönnum mun hærri laun. Það mun eflaust hafa mikil áhrif þegar tímabilið 2017-18 er skoðað betur.

Þangað til er athyglisvert að skoða betur þessi tíu lið sem þurftu alls ekki á áhorfendum að halda. Þau eru hér fyrir neðan.

Félögin sem þurftu ekki áhorfendur til að græða pening 2016-17:

West Bromwich Albion 33,03 milljónir punda í tekjur

Burnley 21,46 milljónir punda

Hull 19,68 punda

Southampton 19,10 punda

Everton 16,6 punda

West Ham 14,87 punda

Tottenham 12,55 punda

Bournemouth 9,46 milljónir punda

Swansea 5,89 milljónir punda

Crystal Palace 1,21 milljón punda

Það má finna meira um þessa rannsókn BBC með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×