Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Hetjurnar í þrennu Patrick Pedersen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Pedersen fagnar einu marka sinna í gær.
Patrick Pedersen fagnar einu marka sinna í gær. Vísir/Daníel
Patrick Pedersen skoraði sína fyrstu þrennu í Pepsi-deildinni í gær þegar Valsmenn unnu 4-0 stórsigur á Grindavík.

Pepsimörkin fóru nánar yfir mörkin þrjú þar sem Reynir Leósson benti meðal annars sérstaklega á frábæra langa sendingu Einars Karls Ingvarssonar í fyrsta markinu, stórkostlega afgreiðslu Patrick Pedersen í öðru markinu og innkomu Kristins Inga Halldórssonar.

„Patrick er orðinn mjög heitur og auðvitað fær hann allar fyrirsagnirnar eftir þennan leik enda var hann frábær,“ sagði Reynir Leósson en bætti svo við:

„Að sjá Kristinn Inga og að hann fái að skora síðasta markið. Þetta er leikmaður sem kemur inn og út úr liðinu, stendur alltaf fyrir sínu og var frábær í þessum leik. Einar Karl Ingvarsson hefur verið inn og út líka og hann var frábær líka,“ sagði Reynir.

„Við getum ekki talað um aukaleikara en þeir eru báðir að stíga fram og leiða liðið áfram,“ sagði Reynir.

Patrick Pedersen var hins vegar stjarnan og síógnandi allan leikinn. Hann hefur nú skorað tíu mörk í deildinni.

„Patrick hefði getað skora fjögur, fimm mörk í þessum leik,“ sagði Reynir.

Það má finna alla umræðuna Pepsimarkanna um þrennu Patrick Pedersen hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×