Innlent

Slökkviliðið klippti reiðhjólalás af barni

Kjartan Kjartansson skrifar
Barnið setti lásinn um sig mitt og smellti í lás. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Barnið setti lásinn um sig mitt og smellti í lás. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty
Sex ára gamalt barn festi sig í reiðhjólalási í gærkvöldi þannig að kalla þurfti út slökkvilið Suðurnesja til að klippa á lásinn. Barninu varð ekki meint af.

Tilkynning um barnið barst Brunavörnum Suðurnesja (BS) á níunda tímanum í gærkvöldi. Eyþór Rúnar Þórarinsson, varðstjóri hjá BS, segir að barnið hafi sett lásinn um sig mitt og smellt í lás. Foreldrar þess hafi af einhverjum ástæðum ekki verið með lykil að lásnum þannig að slökkviliðsmenn hafi klippt á hann.

Hann segir útköll sem þetta ekki algeng. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum og barninu varð ekki meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×